Fótbolti

Empoli jafnaði tvisvar gegn Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Bacca og Keisuke Honda fagna marki þess fyrrnefnda.
Carlos Bacca og Keisuke Honda fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/getty

AC Milan komst í tvígang yfir gegn Empoli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en tókst þrátt fyrir það ekki að landa sigri. Lokatölur 2-2.

Eftir jafnteflið er Milan í 6. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.

Kólumbíski framherjinn Carlos Bacca kom Milan yfir á 8. mínútu en Piotr Zielinski jafnaði metin á þeirri 32.

Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Giacomo Bonaventura Milan aftur yfir.

Að þessu sinni entist forskotið í 13 mínútur en Massimo Maccarone jafnaði metin í 2-2 á 61. mínútu og þar við sat.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira