Sport

Nýtt Íslandsmet í skotfimi á Reykjavíkurleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurvegarar í loftriffilskeppni kvenna.
Sigurvegarar í loftriffilskeppni kvenna. mynd/guðmundur gíslason
Keppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöllinni í gær. Keppt var bæði með loftskammbyssu og loftriffli.

Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir voru valin skotfimifólk mótsins en þau unnu bæði í loftskammbyssukeppninni og Jórunn var auk þess í 2. sæti í keppni með loftriffli.

Í loftriffilkeppninni setti Kvennasveit Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet með 1.056,5 stig en í sveitinni voru þær Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Dagný H. Hinriksdóttir.

Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs setti nýtt Kópavogsmet 803,7 stig í sömu grein en þá sveit skipuðu þær Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og María Clausen.

Eftirfarandi voru verðlaunahafar mótsins:

Loftskammbyssa karla:

1.    Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig

2.    Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig

3.    Niels Dalhof Andersen frá Danmörku með 539 stig.

Loftskammbyssa kvenna:

1.    Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 362 stig

2.    Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 349 stig

3.    Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 329 stig

Loftriffli karla:

1.    Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 578,6 stig

2.    Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 560,2 stig

3.    Sigfús Tryggvi Blumenstein úr Skotfélagi Reykjavíkur með 527,0 stig

Loftriffli kvenna:

1.    Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,1 stig

2.    Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með  394,5 stig

3.    Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 358,6 stig

Ásgeir Sigurgeirsson (annar frá hægri) er fremsti skotfimimaður landsins.mynd/guðmundur gíslason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×