Erlent

Sautján ára piltur ákærður fyrir morðin í Kanada

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Pilturinn hóf skotárás í skóla eftir að hafa skotið tvo bræður sína til bana.
Pilturinn hóf skotárás í skóla eftir að hafa skotið tvo bræður sína til bana. Google

Sautján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið fjóra til bana í vesturhluta Kanada í gærkvöldi. Pilturinn, sem sökum aldurs hefur ekki verið nafngreindur, er einnig ákærður fyrir sjö aðrar tilraunir til manndráps.

Sjá einnig: „Versta martröð foreldra“

Pilturinn er grunaður um að hafa skotið bræður sína tvo til bana áður en hann hóf skothríð í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði, þar sem tveir til viðbótar létu lífið. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í áraraðir í Kanada.

Á blaðamannafundi kanadísku lögreglunnar í kvöld kom fram að reiknað sé með að pilturinn verði leiddur fyrir dómara í næstu viku.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira