Erlent

Sautján ára piltur ákærður fyrir morðin í Kanada

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Pilturinn hóf skotárás í skóla eftir að hafa skotið tvo bræður sína til bana.
Pilturinn hóf skotárás í skóla eftir að hafa skotið tvo bræður sína til bana. Google

Sautján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið fjóra til bana í vesturhluta Kanada í gærkvöldi. Pilturinn, sem sökum aldurs hefur ekki verið nafngreindur, er einnig ákærður fyrir sjö aðrar tilraunir til manndráps.

Sjá einnig: „Versta martröð foreldra“

Pilturinn er grunaður um að hafa skotið bræður sína tvo til bana áður en hann hóf skothríð í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði, þar sem tveir til viðbótar létu lífið. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í áraraðir í Kanada.

Á blaðamannafundi kanadísku lögreglunnar í kvöld kom fram að reiknað sé með að pilturinn verði leiddur fyrir dómara í næstu viku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira