Enski boltinn

Fyrsti sigur Swansea á Everton í deildarkeppni | Sjáðu markið hans Gylfa og hin mörkin

Swansea vann sinn fyrsta sigur á Everton í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en þeir höfðu ekki unnið einn leik af síðustu 21 í deildinni. Lokatölur urðu 2-1 sigur á Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Swansea yfir af vítapunktinum, en Tim Howard braut á Andre Aywe eftir ævintýralegan klaufagang í vörn Everton. Markið kom eftir sautján mínútna leik.

Níu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn metin, en þá skoraði Jack Cork sjálfsmark eftir hornspyrnu. Barry hælaði þá boltann í Cork og boltinn í netið.

Heimamenn voru ekki hættir því Andre Ayew kom Swansea á 34. mínútu, en hann gerði það eftir undirbúning Neil Taylor. Í sókn Everton á undan fékk Ashley Williams boltann greinilega í höndina, en slökum dómara leiksins, Anthony Taylor, lét sér fátt um finnast.

Staðan í hálfleik 2-1, en í síðari hálfleik reyndu heimamenn og reyndu. Deulofeu þrumaði nokkrum frábærum fyrirgjöfum fyrir markið og Seamus Coleman klikkaði færi af marklínunni á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 2-1 sigur Swansea.

Swansea er í fimmtánda sæti deildarinnar með 25 stig, en Everton er í því þrettánda með 29 stig. Vonbrigðin halda áfram hjá Everton, en Gylfi hefur skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum.

1-1 Barry jafnar: 1-2 Ayew kemur Swansea yfir á ný:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×