Handbolti

Florentina leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Florentina er einn allra besti markvörður sem hefur leikið á Íslandi.
Florentina er einn allra besti markvörður sem hefur leikið á Íslandi. vísir/ernir

Landsliðsmarkvörðurinn Florentina Stanciu ætlar að leggja skóna á hilluna og flytjast aftur til Rúmeníu eftir tímabilið. Þetta kemur fram í viðtali í helgarblaði DV.

Florentina kom upphaflega hingað til lands árið 2004 og gekk þá í raðir ÍBV. Eftir tvö ár í röðum Eyjaliðsins fór hún til Stjörnunnar þar sem hún hefur spilað síðan, fyrir utan tveggja tímabila stopp hjá ÍBV.

Florentina, sem hafði áður spilað landsleiki fyrir Rúmeníu, fékk íslenskan ríkisborgararétt 2013 og hefur síðan þá leikið 21 landsleik fyrir Íslands hönd.

Florentina, sem er 33 ára gömul, varð Íslandsmeistari með ÍBV 2006 og Stjörnunni 2007-09. Hún varð einnig bikarmeistari með Stjörnunni 2008 og 2009.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira