Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Ólafi Inga og félögum

Ólafur Ingi í leik með Genclerbirligi.
Ólafur Ingi í leik með Genclerbirligi. vísir/afp

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Genclerbirligi unnu sinn fimmta sigur í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 1-0 sig á Antalyaspor í nítjándu umferð deildarinnar.

Ólafur Ingi lék allan tímann á miðjunni hjá Genclerbirligi, en mikið hefur gengið á hjá félaginu. Þetta var fimmti sigur liðsins, en þeir sitja í fimmtánda sætinu með nítján stig, fimm stigum frá fallsæti.

Sjá einnig: Þjálfari Ólafs Inga rekinn eftir einn leik: Lét okkur spila 2-4-4

Eina mark leiksins kom á sextándu mínútu, en það gerði Ante Kulusic fyrir Genclerbirligi. Í liði Antalyaspor spilaði Samuel Eto'o allan leikinn, en Antalyaspor er í þrettánda sætinu með 21 stig.Fleiri fréttir

Sjá meira