Körfubolti

Æsispennandi sigur hjá Jóni Arnóri og félögum í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Anton
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Anton vísir/heimasíða kkí

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia unnu sinn sautjánda leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið vann  þriggja stiga sigur á Barcelona í toppslag deildarinnar, 94-91, eftir framlengingu.

Valencia hafði fyrir leikinn unnið alla sextán leiki sína í deildinni, en Barcelona hafði tapað einum. Því bættu leikmenn Valencia öðrum tapleiknum í kistu Barcelona og sautjándi sigurleikur Valencia í deildinni í röð staðreynd.

Valencia leiddi 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta vöknuðu heimamenn í Barcelona. Þeir unnu þann leikhluta 22-12 og leiddu 43-35 í hálfleik.

Gestirnir frá Valencia komu sterkir út eftir hlé og unnu þriðja leikhlutann 22-13 og staðan því 56-57 fyrir lokaleikhlutann. Hann var æsispennandi.

Þegar ein mínúta var eftir af leiknum leiddu gestirnir frá Valencia, 73-74. Valencia komst svo í 76-81, en svo gáfu þeir aðeins eftir. Barcelona gekk á lagið og Satoransky jafnaði með flautukörfu fyrir Barcelona. 82-82 og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni reyndust gestirnir frá Valencia sterkiri og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 94-91.

Jón Arnór Stefánsson spilaði rúmar tíu mínútur. Hann tók þrjú skot, en náði ekki að hitta úr neinu þeirra. Hann gaf eina stoðsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira