Innlent

Ferðabanninu í New York aflétt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna.
Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna. Vísir/EPA

Búið er að aflétta ferðabanni sem sett var á í New York borg vegna hríðarbylsins sem fór yfir austurströnd Bandaríkjanna um helgina. Enn eru samgöngur lokaðar eða takmarkaðar í Washington D.C. og verður eitthvað fram eftir degi.

Bylurinn hafði mikil áhrif á íbúa á austurströndinni en 200 þúsund manns voru án rafmagns um tíma sökum veðursins. Óveðrið er nú að mestu gengið yfir og stefnir bylurinn út á Atlantshaf. 

Sjö þúsund flugferðum var frestað um helgina vegna bylsins og mun áhrifa þeirra gæta í flugsamgöngum áfram fram á mánudag. Þegar er búið að aflýsa um 615 flugferðum á morgun, mánudag, vegna áhrifa þess að flugasamgöngur lögðust niður.

Samkvæmt BBC eru átján dauðsföll rakin til veðursins; sex vegna snjómoksturs og tólf vegna annarra þátta sem tengjast óveðrinu. Ellefu ríki lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins; New YorkTennessee, Georgía, KentuckyNorður-KarólínaNew Jersey, Virginía, Vestur-VirginíaMarylandPennsylvanía og Washington D.C.

Í KentuckyPennsylvaníu og Vestur-Virginíu sátu fastir í nokkrar klukkustundir vegna snjóþunga á vegum ríkjanna.

Það voru þó sumir sem nýttu tækifærið sem þessi mikli snjór hafði í för með sér og brugðu á það ráð að skíða um götur New York borgar. Þá braust út gríðarstór snjóboltaslagur á Times Square í nótt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira