Enski boltinn

Valdes til Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdes í leik með United.
Valdes í leik með United. vísir/getty

Standard Liege hefur staðfest að Victor Valdes, markvörður Manchester United, hafi gengið í raðir liðsins á lánssamningi út tímabilið standist hann læknisskoðun.

Þessi fyrrum markvörður Barcelona hefur verið í frystikistunni hjá Louis van Gaal, stjóra Manchester United, en hann kvaddi stuðningsmenn United á Twitter í vikunni. Tístið má sjá neðst í greininni.

Hann hefur einungis spilað tvo leiki á þeim tólf mánuðum sem hann hefur verið hjá United, en hann var ekki í náðinni hjá Van Gaal eftir að hann neitaði að spila varaliðsleik.

United fékk svo Sergio Romero og ungstirnið Sam Johnstone voru báðir á undan Valdes í röðinni hjá United svo hann fékk að róa á önnur mið.

Standard er í áttunda sæti deildarinnar með 31 stig, en þeir hafa spilað 22 leiki í deildinni. Átta leikir eru eftir áður en hið umtalaða umspil fer af stað í Belgíu.

Tístið hans Valdes: Af Twitter-síðu Standard:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira