Enski boltinn

Valdes til Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdes í leik með United.
Valdes í leik með United. vísir/getty

Standard Liege hefur staðfest að Victor Valdes, markvörður Manchester United, hafi gengið í raðir liðsins á lánssamningi út tímabilið standist hann læknisskoðun.

Þessi fyrrum markvörður Barcelona hefur verið í frystikistunni hjá Louis van Gaal, stjóra Manchester United, en hann kvaddi stuðningsmenn United á Twitter í vikunni. Tístið má sjá neðst í greininni.

Hann hefur einungis spilað tvo leiki á þeim tólf mánuðum sem hann hefur verið hjá United, en hann var ekki í náðinni hjá Van Gaal eftir að hann neitaði að spila varaliðsleik.

United fékk svo Sergio Romero og ungstirnið Sam Johnstone voru báðir á undan Valdes í röðinni hjá United svo hann fékk að róa á önnur mið.

Standard er í áttunda sæti deildarinnar með 31 stig, en þeir hafa spilað 22 leiki í deildinni. Átta leikir eru eftir áður en hið umtalaða umspil fer af stað í Belgíu.

Tístið hans Valdes: Af Twitter-síðu Standard:

Fleiri fréttir

Sjá meira