Fótbolti

Samúel Kári skoraði og lagði upp mark fyrir Kjartan Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan skoraði fyrir Horsens í dag eftir undirbúning Samúels Kára.
Kjartan skoraði fyrir Horsens í dag eftir undirbúning Samúels Kára. vísir/daníel

Samúel Kári Friðjónsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Horsens á OB í æfingarleik, en Samúel Kári er á reynslu hjá Horsens þessa daganna.

Samúel stimplaði sig vel inn því hann skoraði eitt og lagði upp mark fyrir frænda sinn og samherja, Kjartan Henry Finnbogason, en hann er á mála hjá Horsens.

Horsens leikur í B-deildinni, en OB í þeirri efstu. Horsens er í toppbaráttu í B-deildinni, en Samúel æfir með liðinu fram á þriðjudag og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Keflvíkingurinn er á mála hjá Reading, en hann fór þangað árið 2013. Hann fékk leyfi til þess að fara til Danmörku, en lítið er vitað um framhaldið. Vafalaust hefur frammistaða Samúels í dag vakið áhuga Horsens.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira