Fótbolti

Samúel Kári skoraði og lagði upp mark fyrir Kjartan Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan skoraði fyrir Horsens í dag eftir undirbúning Samúels Kára.
Kjartan skoraði fyrir Horsens í dag eftir undirbúning Samúels Kára. vísir/daníel

Samúel Kári Friðjónsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Horsens á OB í æfingarleik, en Samúel Kári er á reynslu hjá Horsens þessa daganna.

Samúel stimplaði sig vel inn því hann skoraði eitt og lagði upp mark fyrir frænda sinn og samherja, Kjartan Henry Finnbogason, en hann er á mála hjá Horsens.

Horsens leikur í B-deildinni, en OB í þeirri efstu. Horsens er í toppbaráttu í B-deildinni, en Samúel æfir með liðinu fram á þriðjudag og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Keflvíkingurinn er á mála hjá Reading, en hann fór þangað árið 2013. Hann fékk leyfi til þess að fara til Danmörku, en lítið er vitað um framhaldið. Vafalaust hefur frammistaða Samúels í dag vakið áhuga Horsens.Fleiri fréttir

Sjá meira