Innlent

Þrumur og eldingar á suðvesturhorninu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/afp
Íbúar suðvesturhornsins hafa margir hverjir ekki farið varhluta af þrumum og eldingum sem leikið hafa um svæðið síðasta klukkutímann.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir að það hafi í það minnsta mælst 6 til 8 eldingar yfir Reykjanesi og suður af Þorlákshöfn.

Hann bætir við að upptök þeirra megi rekja til háreistra éljaklakka sem koma inn yfir Reykjanesskagann.

Hann býst við því að eldingaveðrið gæti staðið yfir á aðra klukkustund í viðbót. Þó svo að erfitt sé að segja til um hvort af því hljótist eitthvað sjónarspil segir hann að tilkynningar hafi borist um ágætis blossa. „Það gætu alveg komið nokkrir svona í viðbót í óstöðuga loftinu."



Alvöru þrumur og eldingar í höfuðborginni.

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Sunday, 24 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×