Fótbolti

Birkir Már skoraði með þrumufleyg í Svíþjóð | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Már í landsleik.
Birkir Már í landsleik. vísir/getty

Birkir Már Sævarsson var á skotskónum fyrir Hammarby í fyrsta æfingarleik ársins hjá þeim, en þeir mættu finnska liðinu KuPS í æfingarleik í dag. Lokatölur urðu 2-0 sigur Hammarby.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Richard Magyar kom Hammarby yfir með skalla eftir hornspyrnu á 70. mínútu.

Undir lok leiksins bætti Birkir Már Sævarsson með marki með algjörum þrumufleyg af 20 til 25 metra færi. Lokatölur 2-0.

Birkir Már, Arnór Smárson og Ögmundur Kristinsson spiluðu allir seinni hálfleikinn fyrir Hammarby, en þeir Birkir og Ögmundur voru fastamenn á síðustu leiktíð. Arnór gekk svo í raðir liðsins í desember.

Þrumufleyg Birkis má sjá í myndbandinu hér að neðan, en það er frá fotbollskanalen.se.
Fleiri fréttir

Sjá meira