Viðskipti innlent

Bankaráðið ekki fundað um Borgun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans

Bankaráð Landsbanka Íslands hefur ekki fundað sérstaklega um söluna á hlut bankans í Borgun heldur fundar ráðið samkvæmt reglulegri áætlun.

Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur boðað fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar á miðvikudaginn þar sem sala eigna út úr bönkunum verður til umræðu.

Hvorki bankaráð Landsbankans né bankastjóri hafa verið kölluð fyrir nefnd.

„Það er alveg sjálfsagt að mæta fyrir þær nefndir þingsins sem vilja hitta mig. Ég gerði það nú fyrir ári síðan um þetta mál,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.

Hann segir bankann hafa haft upplýsingar um valrétti en engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe.

Samið hafði verið um valréttinn árið 2007 en hann var ótímabundinn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði, að sögn Steinþórs. Samningurinn færir hluthöfum Visa Europe mikinn fjárhagslegan ávinning.

„Þegar við seljum bréfin í Borgun virðist Borgun fara í mikinn vöxt erlendis. Þessi vöxtur er að langmestu leyti kominn til eftir að við seljum,“ segir Steinþór.


Tengdar fréttir

Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe

Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf.

Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar

"Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun.

Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann

Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás.

Á enginn að bera ábyrgð á sölu ríkiseigna?

Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum.

Ekki góð innsýn í Borgun

Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Töldu söluverðið gott

Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319