Enski boltinn

Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í raðir Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teixeira í leik með Shaktar.
Teixeira í leik með Shaktar. vísir/getty
Alex Teixeira, framherja Shaktar Donetsk, hefur gert yfirmönnum sínum hjá Shaktar ljóst að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Liverpool. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Heimildir Sky fréttastofunar herma einnig að Liverpool hafi boðið 25 milljónir punda í leikmanninn, en Chelsea er einnig sagt áhugasamt að krækja í kappann.

Phillipe Coutinho og Lucas Leiva eru miklir vinir Texeira og hann er talinn viljugur að ganga í raðir þeirra rauðklæddu frá Bítlaborginni, en sagan segir að hann bíði eftir að fá grænt ljós frá forráðamönnum Shaktar.

Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður hefur verið frábær fyrir Shaktar á tímabilinu; skorað 22 mörk í einungis sextán leikjum, en Shaktar er á toppi úrvalsdeildarinnar.

Teixeira, sem er nú með Shaktar í æfingarbúðum á Florida, er samningsbundinn Shaktar til júní 2018.


Tengdar fréttir

Liverpool bauð 24,6 milljónir punda í brasilískan framherja

Það gætu loksins verið að koma góðar fréttir af framherjamálum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en stjórnarformaðurinn Ian Ayre er farinn til Flórída til að ganga frá kaupum á brasilískum framherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×