Innlent

Ferðamaður brenndist á fæti þegar hann steig ofan í hver

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í liðinni viku brenndist kóreskur ferðamaður á fæti þegar hann steig í hver á Geysissvæðinu.
Í liðinni viku brenndist kóreskur ferðamaður á fæti þegar hann steig í hver á Geysissvæðinu. VÍSIR/GVA

Kóreskur ferðamaður brenndist á fæti í liðinni viku þegar hann steig í hver á Geysissvæðinu. Var hann fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar kemur einnig fram að tvö minniháttar fíkniefnamál hafi komið upp á Suðurlandi í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst hvítt efni í umbúðum á almannafæri en í hinu málinu var grunsamlegt efni í pakka á leið til viðtakanda. Verða efnin sendi til greiningar hjá tæknideild lögreglunnar.

Þá komu níu minniháttar umferðaróhöpp inn á borð lögreglunnar í vikunni, þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan var svo tvisvar kölluð til vegna heimilisófriðar eða ósættis milli skyldra eða tengdra aðila.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 19. til 25. janúar 2016. Í liðinni viku voru skráð 191 verkefni hjá l...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 25 January 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira