Fótbolti

Adam verður samherji Arons og Daníels

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Örn Rnarson verður í treyju númer 22 hjá Álasundi.
Adam Örn Rnarson verður í treyju númer 22 hjá Álasundi. mynd/aafk.no

Adam Örn Arnarson, bakvörður U21 árs landsliðs Íslands, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds.

Adam Örn, sem er uppalinn í Breiðabliki, hefur spilað með Nordsjælland í Danmörku undanfarin ár, en hann kom þaðan frá NEC Nijmegen í Hollands.

Þessi tvítugi bakvörður spilaði átta leiki í byrjunarliði Nordsjælland fyrir vetrarfríið í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og sjö leiki á síðustu leiktíð.

Hann er lykilmaður í U21 árs landsliðinu sem er á toppi síns riðils í undankeppni EM 2017, en hjá Álasundi hittir hann samherja sinn í landsliðinu, Víkinginn Aron Elís Þrándarson.

Annar Íslendingur, Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, er einnig á mála hjá Álasundi sem hafnaði í í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira