Fótbolti

Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego verður með landsliðinu í Bandaríkjunum.
Diego verður með landsliðinu í Bandaríkjunum. vísir/ernir
Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson er í landsliðshópi Íslands sem mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Diego er valinn, en hann hefur lýst því yfir undanfarnar vikur að hann vilji ólmur spila fyrir íslenska landsliðið. Meðal annars í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.

Diego er 22 ára gamall bakvörður sem spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni. Á blaðamannafundi fyrr í janúar sagði Heimir Hallgrímsson hann ekki vera inn í myndinni í bili þar sem hann væri ekki með íslenskt vegabréf. Verið er að vinna í því.

Hann er nú í hópnum sem mætir bandaríska landsliðinu á Stub Hub-vellinum í Los Angeles 31. janúar, en inn í hópinn koma einnig Aron Sigurðarson úr Fjölni og Ævar Ingi Jóhannesson sem gekk í raðir Stjörnunnar frá KA um áramótin.

Hópurinn:

Markverðir:

Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki

Ögmundur Kristinsson, Hammarby

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson, Hammarby

Ari Freyr Skúlason, OB

Hallgrímur Jónasson, OB

Jón Guðni Fjóluson, Norrköping

Diego Jóhannesson, Real Oviedo

Hjörtu Hermannsson, PSV

Miðjumenn:

Arnór Smárason, Hammarby

Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall

Guðmundur Þórarinsson, Nordsjælland

Kristinn Steindórsson, SUndsvall

Aron Sigurðarson, Fjölni

Ævar Ingi Jóhannesson, Stjörnunni

Sóknarmenn:

Eiður Smári Guðjohnsen, án félags

Kjartan Henry Finnbogason, Horsens

Garðar Gunnlaugsson, ÍA

Aron Elís Þrándarson, Álasundi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×