Fótbolti

Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego verður með landsliðinu í Bandaríkjunum.
Diego verður með landsliðinu í Bandaríkjunum. vísir/ernir

Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson er í landsliðshópi Íslands sem mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Diego er valinn, en hann hefur lýst því yfir undanfarnar vikur að hann vilji ólmur spila fyrir íslenska landsliðið. Meðal annars í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.

Diego er 22 ára gamall bakvörður sem spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni. Á blaðamannafundi fyrr í janúar sagði Heimir Hallgrímsson hann ekki vera inn í myndinni í bili þar sem hann væri ekki með íslenskt vegabréf. Verið er að vinna í því.

Hann er nú í hópnum sem mætir bandaríska landsliðinu á Stub Hub-vellinum í Los Angeles 31. janúar, en inn í hópinn koma einnig Aron Sigurðarson úr Fjölni og Ævar Ingi Jóhannesson sem gekk í raðir Stjörnunnar frá KA um áramótin.

Hópurinn:

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki
Ögmundur Kristinsson, Hammarby

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ari Freyr Skúlason, OB
Hallgrímur Jónasson, OB
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Diego Jóhannesson, Real Oviedo
Hjörtu Hermannsson, PSV

Miðjumenn:
Arnór Smárason, Hammarby
Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall
Guðmundur Þórarinsson, Nordsjælland
Kristinn Steindórsson, SUndsvall
Aron Sigurðarson, Fjölni
Ævar Ingi Jóhannesson, Stjörnunni

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, án félags
Kjartan Henry Finnbogason, Horsens
Garðar Gunnlaugsson, ÍA
Aron Elís Þrándarson, ÁlasundiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira