Lífið

Mikil aðsókn í miða á Hlustendaverðlaunin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úlfur Úlfur kemur fram á Hlustendaverðlaununum.
Úlfur Úlfur kemur fram á Hlustendaverðlaununum. vísir

„Það er ljóst að færri munu komast að en vilja á tónlistarveisluna sem við ætlum að bjóða uppá næstkomandi föstudagskvöld,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, kynningarstjóri útvarpssviðs 365.

Gríðarleg aðsókn hefur verið í miða á Hlustendaverðlaunin sem útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hafa verið að gefa síðustu daga og alveg ljóst að færri komast að en vilja.  

„Við hetjum því fólk sem hefur fengið miða á Bylgjunni, FM957 og X977 að sækja miðana sína, í afgreiðslu 365 í Skafahlíð, fyrir klukkan 18:00 á morgun þriðjudag, því við munum endurgefa ósótta miða. Eftirspurnin er það mikil.“

Margir að flottustu tónlistarmönnum landsins munu koma fram á hátíðinni og má þar nefna; Bubba og Spaðadrottningarnar, Pál Óskar, Dikta, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Axel Flóvent, Fufanu og Glowie.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira