Fótbolti

Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson. Mynd/Twitter-síða Real Oviedo

Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles.

Diego Jóhannesson spilar með Real Oviedo í spænsku b-deildinni og hafði sýnt því mikinn áhuga að spila fyrir íslenska landsliðið. Faðir hans er Íslendingur en móðir hans er Spánverji.

Real Oviedo gerði 2-2 jafntefli við CD Lugo um helgina og lagði Diego þá upp seinna marka liðsins en komst í 2-0 í upphafi leiks.

Það er hægt að sjá stoðsendingu Diego í myndbandinu í þessari frétt en stoðsendingin hans kemur eftir 30 sekúndur.  

Spænska félagið Real Oviedo fagnaði vali Diego Jóhannesson á Twitter-síðu og birti mynd af honum eins og sjá má hér fyrir neðan.

rset="utf-8">

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira