Erlent

Vilja framlengja landamæravörslunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp

Stjórnvöld í Þýskalandi og Austurríki hyggjast halda landamæraeftirliti sínu í tæp tvö ár til viðbótar. Ríkin tóku upp tímabundna landamæravörslu í september síðastliðnum til að stemma stigu við flóttamannastraumnum.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Amsterdam í kvöld, með vísan í sérstakt undanþáguákvæði í Schengen-sáttmálanum sem kveður á um að aðildarríki megi halda landamæravörslu í allt að tvö ár í sérstökum tilfellum. Hún verður svo lögð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í næsta mánuði, að því er segir á vef BBC.

Talið er að allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi farið til Þýskalands á síðasta ári – flestir þeirra frá Sýrlandi – og búast stjórnvöld við töluverðum fjölda á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira