Körfubolti

Einar: Stórkostlegt fyrir svona lítið bæjarfélag

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ótrúlega gaman fyrir svona lítið samfélag að komast í bikarúrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir að hans menn hefðu lagt Keflvíkinga að velli í undanúrslitunum í kvöld.

„Við erum búnir að eiga í miklum erfileikum með þetta Keflavíkurlið og töpuðum illa fyrir þeim fyrir stuttu. Það var kannski bara gott fyrir okkur.“

Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 100-79 | Þór í bikarúrslit í fyrsta sinn

Einar segir að lokatölur leiksins séu langt frá því að gefa rétta mynd af leiknum.

„Vance Michael Hall var stórkostlegur í kvöld og við fórum að berjast meira þegar leið á leikinn,“ segir Einar sem hræðist ekkert það verkefni að undirbúa þetta lið fyrir eins stóran leik og bikarúrslitaleik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×