Enski boltinn

Van Gaal mættur aftur til æfinga en framtíð hans er í lausu lofti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal er mættur aftur til Manchester.
Louis van Gaal er mættur aftur til Manchester. vísir/getty
Louis van Gaal stýrir æfingu Manchester United á Carrington, æfingasvæði félagsins, í dag þó framtíð hans hjá United sé í lausu lofti.

Van Gaal sneri aftur til Manchester í gær, en hann fór til Hollands eftir tapið gegn Southampton á laugardaginn til að vera viðstaddur afmæli dóttur sinnar.

Hollensk blöð héldu því fram að Van Gaal bauðst til að segja af sér eftir tapið gegn Southampton, en samkvæmt heimildum Sky Sports er það ekki rétt.

Sumir breskir miðlar halda því fram í morgun að Van Gaal fundi með stjórn Manchester United í dag og ræði þar framtíð sína hjá félaginu.

Leikmenn United fengu frí frá æfingu á mánudaginn, en þess í stað funduðu nokkrir leikmenn og forráðamenn liðsins með Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United.

Leikurinn á laugardaginn gegn Southampton var sá 18. á tímabilinu þar sem United mistekst að vinna og í tíunda sinn af síðustu ellefu heimaleikjum var staðan markalaus í hálfleik.

Manchester United er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti og er nú þegar úr keppninni á þessu tímabili. Þá var liðið einnig sent úr keppni í deildabikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Middlesbrough.


Tengdar fréttir

David Gill: Verðum að halda ró okkar

David Gill, fyrrum stjórnarformaður Manchester United, segir að stuðningsmenn verði að halda ró sinni þrátt fyrir að gengi liðsins sé langt undir væntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×