Enski boltinn

Allt á floti hjá Eggert og Grétari Rafni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eggert Gunnþór hefur spilað vel fyrir Fleetwood að undanförnu.
Eggert Gunnþór hefur spilað vel fyrir Fleetwood að undanförnu. vísir/getty

Ekkert verður af leik Fleetwood Town og Walsall í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld vegna vallaraðstæðna, en Highbury-völlurinn, heimavöllur Fleetwood, er á floti.

Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Fleetwood og Grétar Rafn Steinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Scott Duncan, dómari leiksins, tók stöðuna á vellinum nú rétt fyrir þrjú og kom í ljós að ekki var hægt að spila á honum.

„Vallarstjórinn hjá Fleetwood hefur unnið hörðum höndum en því miður er afskaplega mikið vatn á honum enn þá,“ sagði Duncan eftir að hann tók ákvörðunina. „Markteigarnir eru hættulegir og kantarnir líka. Ég verð að taka þessa ákvörðun með öryggi leikmanna í huga.“

Þetta er í annað sinn sem fresta þarf heimaleik Fleetwood gegn Walsall, en liðin áttu upphaflega að mætast 12. desember.

Fleetwood er í harðri fallbaráttu í C-deildinni. Liðið er í 21. sæti af 24 eftir 26 umferðir með 28 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira