Íslenski boltinn

Missir FH Kristján Flóka til Sviss?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Flóki í leik með FH.
Kristján Flóki í leik með FH. Vísir/Andri Marinó

Kristján Flóki Finnbogason er nú staddur í Sviss þar sem hann er til reynslu hjá úrvalsdeildarfélaginu Sion.

Fótbolti.net greindi frá þessu í dag en Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, staðfesti þetta í samtali við Vísi.

„Það var umboðsmaður sem hafði samband. Félagið hefur fylgst með honum í íslenska U-21 liðinu og vildi fá að skoða hann betur,“ sagði Birgir sem segir algjörlega óvíst á þessu stigi hvort að Sion hafi áhuga á að kaupa hann eða gera lánssamning við FH.

Sjá einnig: Kristján Flóki: Kominn tími á að FH vinni tvennuna

Kristján Flóki er samningsbundinn FH í tvö ár til viðbótar en hann skoraði fjögur mörk í 23 leikjum fyrir FH síðastliðið sumar. Hann var þar áður á mála hjá FCK í Danmörku.

Birgir sagði enn fremur að hann reiknaði ekki með því að Emil Pálsson fari til portúgalska félagsins Belenenses en það hefur enn ekki svarað síðasta gagntilboði FH-inga.

Sjá einnig: Úrvalsdeildarlið í Portúgal vill fá Emil Pálsson


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira