Enski boltinn

Liverpool kæmi aðeins til greina hjá Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez fagnar marki í leik með Liverpool á sínum tíma.
Suarez fagnar marki í leik með Liverpool á sínum tíma. Vísir/Getty
Luis Suarez hefur látið hafa eftir sér að hann útilokar ekki að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni - en þá aðeins með Liverpool, hans gamla félagi.

Suarez fór frá Liverpool til Barcelona árið 2004 eftir að hafa skorað 84 mörk í rauða búningnum á tveimur og hálfu tímabili.

„Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Suarez í viðtali við ESPN í dag. „Ef ég myndi snúa aftur til Englands þá myndi ég aðeins spila fyrir Liverpool - ekkert annað lið.“

Hann segist sakna stuðningsmannanna á Englandi en hann var í miklum metum hjá Liverpool-mönnum. „Stemningin á Anfield er ótrúleg. Alveg ótrúleg. Allir sem hafa spila með Liverpool vita hversu mikilvægir stuðningsmennirnir eru. Þeir vita að þeir eiga sér sinn stað í hjarta mínu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×