Enski boltinn

Liverpool kæmi aðeins til greina hjá Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez fagnar marki í leik með Liverpool á sínum tíma.
Suarez fagnar marki í leik með Liverpool á sínum tíma. Vísir/Getty

Luis Suarez hefur látið hafa eftir sér að hann útilokar ekki að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni - en þá aðeins með Liverpool, hans gamla félagi.

Suarez fór frá Liverpool til Barcelona árið 2004 eftir að hafa skorað 84 mörk í rauða búningnum á tveimur og hálfu tímabili.

„Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Suarez í viðtali við ESPN í dag. „Ef ég myndi snúa aftur til Englands þá myndi ég aðeins spila fyrir Liverpool - ekkert annað lið.“

Hann segist sakna stuðningsmannanna á Englandi en hann var í miklum metum hjá Liverpool-mönnum. „Stemningin á Anfield er ótrúleg. Alveg ótrúleg. Allir sem hafa spila með Liverpool vita hversu mikilvægir stuðningsmennirnir eru. Þeir vita að þeir eiga sér sinn stað í hjarta mínu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira