Erlent

Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon

Til skotbardaga kom í nótt.
Til skotbardaga kom í nótt. Vísir/AFP
Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum.

Mennirnir höfðu gripið til vopna til að mótmæla eign alríkisins á beitarlandi í Oregon, sem þeir töldu að væri eign íbúa ríkisins en ekki stjórnvalda. Lögreglan ákvað að láta til skrarar skríða þegar Ammon Bundy brá sér af bæ með nokkrum félögum sínum og voru þeir handteknir á gatnamótum í grennd við skrifstofurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×