Viðskipti innlent

Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum

Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður.
Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður. Vísir/stefán

Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum í gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun.

Lárus sagði að með þessu væri Bankasýslan fyrst og fremst að óska eftir nánari upplýsingum um söluferlið en i þessu fælist ekki ásökun um að Landsbankinn hafi gert mistök i málinu. Nánar verður fjallað um þetta mál i hádegisfréttum Bylgjunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira