Innlent

Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins.
Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins. Vísir/Pjetur

Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru í gær er áfram mjög þungt haldin. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, í samtali við Vísi.

Grímur Hergeirsson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, staðfestir að um kínverska konu á þrítugsaldri sé að ræða.

Hann segir málið vera í rannsókn og að verið sé að ræða við vitni. Fyrst og fremst sé um erlenda ferðamenn að ræða og því þurfi aðstoð túlka.

Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins og var konan sótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan var konunni ekið á Landspítalann við Hringbraut.


Tengdar fréttir

Skoða má hertar reglur um köfun

Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira