Innlent

Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins.
Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins. Vísir/Pjetur

Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru í gær er áfram mjög þungt haldin. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, í samtali við Vísi.

Grímur Hergeirsson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, staðfestir að um kínverska konu á þrítugsaldri sé að ræða.

Hann segir málið vera í rannsókn og að verið sé að ræða við vitni. Fyrst og fremst sé um erlenda ferðamenn að ræða og því þurfi aðstoð túlka.

Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins og var konan sótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan var konunni ekið á Landspítalann við Hringbraut.


Tengdar fréttir

Skoða má hertar reglur um köfun

Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira