Innlent

Nýr togari sýndur í Bolungarvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Sirrý kom til hafnar í gærkvöldi.
Sirrý kom til hafnar í gærkvöldi. Vísir/Hafþór

Togarinn Sirrý ÍS 36 kom til heimahafnar í Bolungarvík í fyrsta sinn í gærkvöldi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ernir fylgdu Sirrý til hafnar þar sem slökkviliðið tók á móti henni auk margra íbúa.

Það er útgerðin Jakob Valgeir ehf. sem keypti Sirrý af norskri útgerð sem heitir Havfisk. Samkvæmt frétt Bb.is var togarinn smíðaður á Spáni árið 1998 og er hann 45 metra langur, tíu metra breiður og 698 tonn með 2.445 hestafla vél.

Togarinn verður til sýnis í Bolungarvíkurhöfn á milli klukkan tvö og sex í dag.

Slökkviliðið tók vel á móti Sirrý. Vísir/Hafþór


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira