Innlent

Var við köfun á vegum ferða­þjónustu­fyrir­tækis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gjáin Silfra á Þingvöllum.
Gjáin Silfra á Þingvöllum. Vísir/friðrik þór
Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér.

Lögreglan á Suðurlandi vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða en Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að allt sé undir við rannsókn málsins, meðal annars sá búnaður sem konan var með við köfunina og það hvort farið hafi verið eftir öllum reglum.

Rannsóknin er í fullum gangi og verið að yfirheyra vitni. Mörg þeirra eru erlendir ferðamenn og því þarf að notast við aðstoð túlka.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru og var haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði, í Fréttablaðinu í dag að skoða megi hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni.

Þorgrímur Óli segir að almennt sé allt í góðri reglu í tengslum við köfun í Silfru. Slys séu slys og þau geti orðið jafnvel þó farið sé eftir öllum settum reglum.


Tengdar fréttir

Skoða má hertar reglur um köfun

Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×