Viðskipti innlent

Enginn þrýstingur frá stjórnmálamönnum á Bankasýsluna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri sátu fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar.
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri sátu fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar. fréttablaðið/stefán

„Ég hef aldrei fengið neinar hringingar frá þingmanni ráðherra eða embættismanni varðandi Bankasýsluna. Aldrei, aldrei,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Á fundinum var rætt um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, spurði hvort einhver ráðherra hefði haft samband við Bankasýsluna til þess að reyna að hafa áhrif á gjörninga inni í bönkunum.

Jón Gunnar sagði að þingmenn hefðu hringt til að spyrja út í stöðu sparisjóðanna og sagði það hið besta mál enda þyrfti stofnunin að vera í sambandi við fólkið í landinu. „Það eru aldrei nein afskipti úr ráðuneytinu, frá ráðherra eða nokkrum öðrum varðandi málefni bankanna. Og ég veit ekki til þess að stjórnarformaður hafi fengið það eða nokkur annar stjórnarmaður. Þannig að sjálfstæði stofnunarinnar er algjörlega virt,“ segir Jón Gunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319