Handbolti

Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Þýskaland vann magnaðan sigur á Danmörku á EM í Póllandi fyrr í kvöld og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar.

Fyrr í dag birti Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, stórskemmtilegt myndband þar sem fjölmargir þekktar þýskar stjörnur sendu Degi Sigurðssyni og hans mönnum í þýska landsliðinu baráttukveðjur.

Meðal þeirra má nefna Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands í knattspyrnu, Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, NBA-manninn Dirk Nowitzki og landsliðsmennina Per Mertesacker og Thomas Müller.

Sjá einnig: Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit

Klopp sagði meðal annars í langri ræðu sinni að hann fengi ekki mikið að sjá af handbolta í ensku sjónvarpi en fylgdist vel með fréttum af gengi þýska liðsins. Löw sagðist hafa horft á síðustu leiki þýska liðsins og að hann myndi fylgjast spenntur með í kvöld.

Gera má ráð fyrir því að þýska þjóðin fagni ærlega í kvöld enda vann Dagur Sigurðsson gríðarlegt afrek með því að fara með lemstrað landslið Þýskalands alla leið í undanúrslit á mótinu í Póllandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×