Handbolti

Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Þýska þjóðin fagnaði vel með Degi Sigurðssyni og hans mönnum í þýska landsliðinu eftir að það tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í Póllandi með sigri á Dönum, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar.

Eftir leikinn fór Dagur beint í viðtal við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzchmar í myndveri ARD-sjónvarpsstöðvarinnar og var haldið þar upp á sigurinn með kassa af bjór frá Einstök, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Dagur hefur verið duglegur að kynna leikmenn sína fyrir íslenskum drykkjar- og matvælum en í hann bauð sínum mönnum upp á Tommaborgara í æfingabúðunum í Berlín fyrir mótið.

„Mjög flott. Strákarnir verða hæstánægðir með þetta,“ sagði Dagur þegar hann þakkaði Kretzschmar fyrir gjöfina en viðtalið má sjá í heild sinni á heimasíðu ARD.

Wahnsinn. Halbfinale.

Posted by Stefan Kretzschmar on Wednesday, January 27, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×