Handbolti

Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Króatía er komið áfram í undanúrslitin á EM í handbolta eftir ótrúlegan sigur á gestgjöfum Pólverja í kvöld.

Króatía þurfti að vinna ellefu marka sigur á Póllandi til að komast áfram en það varð ljóst eftir sigur Noregs á Frakklandi fyrr í dag.

Sjá einnig: Dagur mætir Noregi í undanúrslitum

Króatía var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10, og setti svo í fluggír í seinni hálfleik og vann að lokum fjórtán marka sigur, 37-23.

Manuel Strlek átti frábæran leik og skoraði ellefu mörk og en næstur kom Mario Maric með sjö mörk. Ivan Stevanovic átti svo fínan leik í markinu og varði þrettán skot.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira