Handbolti

Spánn áfram á kostnað Dana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valero Rivera var magnaður í kvöld.
Valero Rivera var magnaður í kvöld. Vísir/Getty

Spánverjar eru komnir áfram í undanúrslit eftir sigur á Rússlandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar í kvöld, 25-23.

Danir fylgdust spenntir með þessum leik því sigur Rússa hefði þýtt að Danir hefðu farið í undanúrslitin með Þýskalandi, en ekki Spánn.

Sjá einnig: Dagur mætir Noregi í undanúrslitum

Rússar voru marki yfir í leikhléi, 12-11, en Spánverjar náðu yfirhöndinni snemma í síðari hálfleik og héldu henni allt til loka, þó svo að Rússari hafi ekki verið langt undan.

Valero Rivera skoraði ellefu mörk fyrir Spán en markahæstur hjá Rússum var Timur Dibirov með fimm mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira