Handbolti

Dagur mætir Noregi í undanúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur gæti farið með lið sitt alla leið í úrslitin á EM.
Dagur gæti farið með lið sitt alla leið í úrslitin á EM. Vísir/Getty

Þýskaland féll niður í annað sæti milliriðils 2 eftir sigur Spánverja á Rússum í kvöld sem þýðir að Dagur Sigurðsson og hans menn mæta Norðmönnum í undanúrslitunum á EM í Póllandi á föstudag.

Króatar, sem unnu ótrúlegan fjórtán marka sigur á Póllandi í kvöld, mæta Spánverjum í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Frakkland mætir svo Danmörku í leiknum um fimmta sætið á mótinu en þessi lið voru talin einna sterkust á mótinu og reiknuðu sjálfsagt margir með því að þau myndu mætast í úrslitaleiknum.

Pólland mætir Svíþjóð í leiknum um sjöunda sætið.


Tengdar fréttir

Spánn áfram á kostnað Dana

Spánn vann Rússland sem þýðir að Guðmundur Guðmundsson fer ekki í undanúrslit með lið sitt á EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira