Fótbolti

Barcelona áfram en Atletico úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerard Pique fagnar marki sínu í kvöld.
Gerard Pique fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Barcelona er komið í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir 5-2 samanlagðan sigur á Athletic Bilbao.

Börsungar lentu reyndar undir á heimavelli í síðari leik liðanna í kvöld er Inaki Williams kom Bilbao yfir á 12. mínútu.

En Barcelona skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik þökk sé þeim Luis Suarez, Gerard Pique og Neymar og tryggði sér þar með öruggan sigur.

Atletico Madrid er hins vegar út leik eftir að hafa tapað fyrir Celta Vigo á heimavelli í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri leik liðanna en annað var uppi á teningnum í kvöld. Pablo Hernandez skoraði tvö mörk fyrir Celta, sem komst í 3-1 forystu um miðjan síðari hálfleikinn, og John Guidetti eitt. Antoine Griezmann og Angel Correa skoruðu mörk Atletico.

Fjórðungsúrslitin klárast annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira