Handbolti

Ellefu íslensk mörk í sigri Nice

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Vísir

Nice tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum frönsku deildabikarkeppninnar í handbolta með öruggum sigri aá Nimes, 31-24.

Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Nice í kvöld en Arna Sif Pálsdóttir fjögur en báðar spiluðu þær í rúmar 30 mínútur í kvöld.

Nice var með fjögurra marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 15-11, og hélt svo undirtökunum allt til loka.

Karen skoraði einnig sjö mörk fyrir Nice í leik gegn Issy Paris á dögunum og virðist finna sig vel með franska liðinu um þessar mundir. Nice er í fimmta sæti frönsku deildarinnar sem stendur.
Fleiri fréttir

Sjá meira