Handbolti

Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þýskaland komst áfram í undanúrslitin á EM í Póllandi í kvöld eftir glæsilegan sigur á Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar mæta næst Norðmönnum á föstudaginn um hvort liðið mætir annað hvort Spáni eða Króatíu í úrslitaleik mótsins.

Uwe Gensheimer, sem öllu jöfnu er fyrirliði þýska landsliðsins, er ekki með sínum mönnum í Póllandi vegna meiðsla en fylgist vitanlega vel með sínum mönnum.

Hann birti meðfylgjandi myndband á Facebook-síðu sinni og þar má sjá innilegan fögnuð hans þegar sigurinn á Dönum var í höfn í kvöld.

Crazy....! Ihr Freaks!!! #badboys

Posted by Uwe Gensheimer on Wednesday, January 27, 2016

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira