Erlent

Trump og Fox í hár saman

Donald Trump, einn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins.
Donald Trump, einn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins. Vísir/EPA

Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum.
Trump hafði áður lýst óánægju með spyril stöðvarinnar, Megyn Kelly og hafði hann krafist þess að hún yrði látin víkja. Því hafnaði stöðin og ákvað Trump því að mæta ekki. Fréttastöðin hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun Trumps sé án fordæmis og þá er hann einnig sakaður um að hrella spyrilinn Megyn Kelly, með óviðurkvæmilegum yfirlýsingum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira