Körfubolti

Ótrúlegur leikur hjá Martin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/daníel

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Þá vann liðið Sacred Heart, 92-84, og getur þakkað Martin það að stóru leyti. Martin skoraði 22 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og tapaði boltanum aldrei.

Aðeins þrír leikmenn hafa náð slíkri línu í háskólaboltanum í vetur. Hinir eru Ben Simmons og Kris Dunn. Er óhætt að segja að frammistaða okkar manns hafi vakið mikla athygli í nótt.

Martin er á sínu öðru ári hjá háskólaliðinu frá Brooklyn og er sífellt að bæta sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira