Körfubolti

Ótrúlegur leikur hjá Martin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/daníel

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Þá vann liðið Sacred Heart, 92-84, og getur þakkað Martin það að stóru leyti. Martin skoraði 22 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og tapaði boltanum aldrei.

Aðeins þrír leikmenn hafa náð slíkri línu í háskólaboltanum í vetur. Hinir eru Ben Simmons og Kris Dunn. Er óhætt að segja að frammistaða okkar manns hafi vakið mikla athygli í nótt.

Martin er á sínu öðru ári hjá háskólaliðinu frá Brooklyn og er sífellt að bæta sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira