Innlent

Kristján Þór segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um tæpa nítján milljarða á árinu

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að útgjöld til heilbrigðismála aukist um tæpa nítján milljarða á milli áranna 2015 til 2016, það er að segja að meðtöldum launa- og verðlagsuppbótum.

Þetta kemur fram í færslu hjá ráðherranum á Facebook. Þar segist hann ennfremur ekki draga í efa að Kára Stefánssyni gangi gott eitt til með undirskriftarsöfnun sinni, þar sem skorað er á Alþingi að auka útgjöld til heilbrigðismála.

„Góð og öflug heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum íslensks velferðarsamfélags og mikilvægur þáttur í að tryggja góð lífskjör og samkeppnishæfni Íslands í samfélagi þjóðanna,“segir ráðherrann og bætir við; „Og þetta er einmitt sú vegferð sem ríksstjórnin er á. Það má vissulega alltaf gera betur og við eigum að hafa metnað til þess.“

Ég dreg ekki í efa að Kára Stefánssyni gangi gott eitt til með undirskriftarsöfnun sinni. Góð og öflug heilbrigðisþjó...

Posted by Kristján Þór Júlíusson on 27. janúar 2016

Tengdar fréttir

Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn

Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×