Körfubolti

Shaq fær styttu fyrir utan Staples Center

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shaq fær styttu á næsta ári og Kobe ætti að fá sína styttu skömmu síðar.
Shaq fær styttu á næsta ári og Kobe ætti að fá sína styttu skömmu síðar. vísir/getty

Shaquille O'Neal fékk óvænt gleðitíðindi er hann mætti í spjallþátt Jimmy Kimmel í gær.

Þá var tilkynnt að hann myndi fá styttu af sér fyrir utan Staples Center, heimavöll LA Lakers. Stytta Shaq verður þar í góðum félagsskap Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og fleiri.

Styttan verður afhjúpuð einhvern tímann á næsta tímabili.

Shaq spilaði í ein átta ár með LA Lakers og vann þrjá titla með félaginu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira