Körfubolti

Tapar litli bróðir níunda leiknum í röð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir.
Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir. Vísir/Ernir

Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir mætast enn á ný með liðum sínum í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti KR í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta.

Björn er þremur árum eldri og spilar með KR eins og hann hefur gert undanfarin ár. Oddur Rúnar mætir nú bróður sínum sem Njarðvíkingur en hann hefur áður gert það sem ÍR-ingum og Grindvíkingur á síðustu tveimur tímabilum.

Útkoman hefur þó alltaf verið sú sama þessi tvö tímabil því stóri bróðir hefur fagnað sigri í öllum leikjunum. Björn og KR-liðið hafa nefnilega unnið alla átta leiki sína á móti liðum Odds síðan að Oddur fór frá Vesturbæjarliðinu.

Oddur Rúnar Kristjánsson var með 19 stig og 5 stoðsendingar í síðasta leik sem var jafnframt hans fyrsti sem Njarðvíkingur á móti bróður sínum en það dugði ekki til.

Björn fagnaði enn á ný sigri og montaði sig líka aðeins af öllum sigrunum í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.

Oddur Rúnar tekur nú á móti bróður sínum í Ljónagryfjunni í fyrsta sinn og það verður fróðlegt að sjá hvort það breyti einhverju.

Njarðvík vann Keflavík í síðasta leik en hefur þegar tapað tvisvar sinnum stórt fyrir KR í vetur. Í kvöld verður hinsvegar fyrsti leikur liðsins á móti Íslandsmeisturunum með Bandaríkjamanninn Jeremy Martez Atkinson í liðinu.

Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Leikir liða Björns Kristjánssonar og Odds Rúnars Kristjánsson síðustu tvö tímabil.

Tímabilið 2014-15

1) Meistarakeppni KKÍ
KR-Grindavík 105-81
Björn Kristjánsson, KR 10 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 18 stig, 9 stoðsendingar

2) Domino´s deildin
KR-Grindavík 118-73
Björn Kristjánsson, KR 3 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 15 stig

3) Domino´s deildin
Grindavík-KR 71-73
Björn Kristjánsson, KR 3 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 0 stig

4) Domino´s deildin, úrslitakeppni
KR-Grindavík 71-65
Björn Kristjánsson, KR 3 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 3 stig

5) Domino´s deildin, úrslitakeppni
Grindavík-KR 77-81
Björn Kristjánsson, KR 5 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 8 stig

6) Domino´s deildin, úrslitakeppni
KR-Grindavík 94-80
Björn Kristjánsson, KR 9 stig, 10 stoðsendingar
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 10 stig

Tímabilið 2015-16

7) Domino´s deildin
KR-ÍR 89-58
Björn Kristjánsson, KR 5 stig, 7 stoðsendingar
Oddur Rúnar Kristjánsson, ÍR 3 stig

8) Poweradebikarinn
KR-Njarðvík 90-74
Björn Kristjánsson, KR 8 stig
Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík 19 stig, 5 stoðsendingar
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira