Körfubolti

Sting sér um stuðið á Stjörnuleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ætli körfuboltamennirnir hlusti mikið á Sting?
Ætli körfuboltamennirnir hlusti mikið á Sting? vísir/getty

NBA-deildin kom mörgum á óvart er hún tilkynnti að Sting myndi sjá um hálfleikssýninguna á Stjörnuleiknum í ár.

Venjulega hafa ungar poppstjörnur og rapparar haldið uppi stuðinu í hálfleik á þessum leikjum en nú kveður við annan og mýkri tón.

Þetta er í fyrsta skipti sem Stjörnuleikurinn fer fram utan Bandaríkjanna en hann verður spilaður í Toronto í Kanada.

Sting er ekki óvanur því að troða upp á stórum íþróttaviðburðum en hann kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2003 ásamt Shaniu Twain og og No Doubt. Spurning hvort einhver verði með honum í Kanada?

Annars mun Nelly Furtado syngja kanadíska þjóðsönginn fyrir leik á meðan Ne-Yo mun syngja þann bandaríska.

Leikurinn fer fram þann 14. febrúar næstkomandi.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira