Innlent

Vélarvana í togi á leið til Njarðvíkur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein vísir/

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði var kallað út á sjötta tímanum í dag þegar tilkynning barst um vélarvana bát við innsiglinguna í Sandgerðishöfn. Tveir skipverjar eru um borð.

Bjargir voru kallaðar út á fyrsta forgangi en fljótlega kom í ljós að bilaði báturinn var um sjómílu utar og því ekki eins mikil hætta á ferðum og fyrst var talið, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Nærstaddur bátur var fyrstur á staðinn og reyndi að koma taug á milli en tókst ekki. Um hálfri klukkustund eftir að útkallið barst var björgunarskipið komið með vélarvana bátinn í tog og siglir nú með hann til hafnar í Njarðvík.

Gert er ráð fyrir að siglingin taki tvo til þrjá tíma. 
Fleiri fréttir

Sjá meira