Innlent

Ný gögn styrkja endurupptöku

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að skýrslutökur sem fóru fram í gær vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins muni styrkja mjög röksemd fyrir endurupptöku málsins í tilfelli allra sakborninga.

Auk formanns endurupptökunefndarinnar gáfu tveir réttarsálfræðingar, sem sátu í starfshóp um málið, skýrslur sem Ragnar telur vega þungt. Tímaspursmál sé hvenær málið verður tekið upp á ný.

„Þeir fóru ítarlega yfir niðurstöður sínar sem eru þær að framburður sakborninganna í þessum málum hafi verið óáreiðanlegur og í einu tilviki hafi verið um falska játningu að ræða, hjá Guðjóni Skarphéðinssyni. Þeir rökstuddu þetta ítarlega og gerðu grein fyrir því á faglegan hátt á hverju þeir byggðu þessar niðurstöður,“ sagði hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira