Enski boltinn

De Bruyne frá í tíu vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Kevin De Bruyne fékk að vita í kvöld að hann verður frá næstu tíu vikurnar vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Everton í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í gær.

„Var að koma frá sérfræðingnum sem sagði að ég verði frá í um tíu vikur,“ skrifaði De Bruyne á Twitter-síðuna sína í kvöld.

Það hefði þó getað farið verr en margir óttuðust í gær að hann væri með slitið krossband sem hefði þýtt að hann myndi ekki spila meira á tímabilinu og missa af EM í sumar.

„Ég mun leggja hart að mér í endurhæfingunni og vonast til að snúa aftur eins fljótt og ég get,“ skrifaði hann enn fremur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira