Erlent

Íran festir kaup á 118 Airbus-þotum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forseti Íran skrifaði í dag undir risasamning við Airbus sem gerir flugfélögum þar í landi kleyft að endurnýja aldraðan flugflota sinn.
Forseti Íran skrifaði í dag undir risasamning við Airbus sem gerir flugfélögum þar í landi kleyft að endurnýja aldraðan flugflota sinn. Vísir/AFP
Írönsk yfirvöld skrifuðu í dag undir samning um að kaupa allt að 118 Airbus-þotur fyrir 25 milljarða dollara. Samningurinn er einn sá stærsti síðan viðskiptaþvingunum á Íran var aflétt fyrr í mánuðinum.

Forseti Íran, Hassan Rouhani, skrifaðu undir samninginn í dag en hann er staddur þar í opinberri heimsókn í Frakklandi. Íran pantaði 73 breiðþotur, þar með talið tólf A380-breiðþotur sem eru stærstu farþegaþoturnar á markaðinum í dag. Íran mun einnig kaupa 45 minni þotur.

Sjá einnig: Íranir horfa fram á betri tíð

Samningurinn er mikil búbót fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus sem hefur átt í erfiðleikum með að sannfæra flugfélög um að kaupa Airbus A380 risaþoturnar undanfarin tvö ár.

Yfirvöld í Íran hafa einnig hug á því að kaupa flugvélar frá Boeing. Talsverð þörf er á endurnýjun flugflota Írans en vegna viðskiptaþvinganna undanfarin ár hefur það reynst ómögulegt. Vestræn fyrirtæki hafa ekki mátt selja flugvélar né varahluti til Íran fyrr en nú.

Samgönguyfirvöld í Íran áætla að þörf sé á um 500 flugvélum á næstu árum svo endurnýja megi flotann en í Íran eru um 140 þotur sem eru 20 ára eða eldri

Sjá einnig: Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta



Iran Air flýgur þrisvar í viku til Parísar og tvisvar til London og Amsterdan. Stefnt er að því að hefja flug að nýju til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Fjöldi flugfélaga skoðar nú möguleikann á því að hefja að nýju flug til Írans eftir að viðskiptaþvingunum var nú aflét en nú þegar hefur Air France-KLM gefið út að félagið hyggi á flug til Teheran á næsta ári.


Tengdar fréttir

Íranar horfa fram á betri tíð

Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×