Handbolti

Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Dagur Sigurðsson er líflegur á hliðarlínunni.
Dagur Sigurðsson er líflegur á hliðarlínunni. vísir/epa

Dagur Sigurðsson stýrir lærisveinum sínum í þýska landsliðinu gegn Noregi í undanúrslitum EM 2016 í handbolta í kvöld. Í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Dagur er orðinn afskaplega vinsæll í Þýskalandi vegna árangurs liðsins sem ekki margir bjuggust við að yrði svona góður vegna mikilla meiðsla.

Þýskaland vann stjörnum prýtt lið Danmerkur í lokaleik milliriðils tvö á miðvikudaginn og hirti þannig sætið í undanúrslitunum af Guðmundi Guðmundssyni.

Mikil spenna er fyrir leiknum í Þýskalandi og ætlar meira að segja fótboltakeisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer, að horfa.

„Með svona vilja er allt hægt,“ skrifar keisarinn á Twitter-síðu sína og birtir mynd af Degi Sigurðssyni að fagna á hliðarlínunni. „Í kvöld krossleggjum við fingur og látum okkur dreyma,“ segir Franz Beckebauer.


Tengdar fréttir

Dagur, hvernig ferðu að þessu?

Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira